Strendingur ehf.

Strendingur ehf. verkfræðiþjónusta er einkahlutafélag stofnað 26. janúar 1995.

Strendingur fæst við hönnun, ráðgjafaþjónustu á byggingarsviði, stjórnun verkefna, rannsóknir o.fl.

Frá stofnun hefur Strendingur tekið að sér verkefni á nær öllum sviðum byggingarverkfræði
svo sem hönnun, umsjón og eftirlit, innkauparáðgjöf, samningagerð, útboð og framkvæmdaráðgjöf.

Starfsfólk Strendings býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu af mannvirkjagerð.
Flestir starfsmenn fyrirtækisins hafa meira en 15 ára starfsreynslu.

Í Strendingi er unnið samkvæmt vottuðu gæðakerfi i samræmi við ISO 9001 gæðastaðalinn.

Fyrirtækið er til húsa í 256m² húsnæði við Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði.