quality system certificate


Strendingur ehf hefur fengið fyrirtækið Vottun hf. til að taka út og staðfesta að unnið sé samkvæmt gæðakeri í samræmi við staðalinn ISO 9001. Vottorðið var fyrst gefið út 14.06.2010 og hefur síðan verið viðhaldið með úttektum tvisvar á ári.

Upplýsingar um vottun gæðakerfa má finna á heimasíðu Vottunar hf. Þar er jafnframt að finna lista yfir þau fyrirtæki sem eru vottuð.

 

Gæðastefna Strendings ehf.


Strendingur ehf. veitir fjölbreytta og faglega verkfræðiþjónustu á sviði mannvirkjagerðar, reksturs mannvirkja og á tengdum sviðum. Þjónustan byggir á:

 • Starfsfólki með víðtæka þekkingu og reynslu.
 • Stöðugum umbótum í heilsu-, öryggis- og umhverfismálum og mengunarvörnum.
 • Jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi.
 • Stöðugri vinnu til að auka ánægju viðskiptavina.
 • Umhyggju fyrir framvindu verkefna og heildar árangurs.
 • Áhuga á því að hvetja til umhverfisvitundar og samfélagslegrar ábyrgðar.
 • Yfirsýn og vilja til að leita eftir sérþekkingu út fyrir fyrirtækið.
 • Þekkingu á öryggis- og umhverfismálum og ásetningi um að koma í veg fyrir slys og heilsutjón.
 • Áhuga á að taka upp nýjar vinnuaðferðir og nýta nýja tækni.
 • Réttsýni til að bregðast við gagnrýni á eigin þjónustu.
 • Skipulagi til að mæta kröfum viðskiptavina og uppfylla lög og reglugerðir.
 • Skipulagi til að standast kröfur sem fyrirtækið setur sér í heilsu-, öryggis- og umhverfismálum þ.m.t. kröfur laga og reglugerða
 • Árverkni og vilja til að bæta og þróa þjónustu fyrirtækisins með notkun stjórnunarkerfis.